06.12.1965
Efri deild: 23. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2485 í B-deild Alþingistíðinda. (1708)

53. mál, sinubrennur og meðferð elds á víðavangi

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Ég gerði stuttlega grein fyrir brtt. á þskj. 96 hér við 2. umr. þessa máls, en fram kom þá ósk frá hv. 3. þm. Norðurl. v. um það, að landbn. athugaði frv. betur fyrir 3. umr. Með tilliti til ýmissa bendinga, sem hann kom með við 2. umr., þá skaut ég á fundi í landbn., og frv. var rætt enn á ný að því er snerti þau atriði, er hv. þm. óskaði eftir, að athuguð væru, og einnig átti ég tal við þá menn, sem sömdu frv., um þetta atriði, og á þessum fundi landbn. kom ekki fram nein ósk um það, að n. gerði brtt. um frv. Hins vegar má geta þess, að þessi fundur landbn. var ekki fullskipaður, og tel ég því, að einstakir nm. hafi óbundnar hendur um það, ef brtt. kemur fram, en tel ekki ástæðu til að gera breyt. við gr., sem hér hafa orðið til umr. Ég hef ekki fundið neitt, sem gerir það knýandi, en ýmislegt, sem valdi því, að það sé örðugt að breyta þessu ákvæði um tímatakmark, hvenær sinubrennur megi síðast fara fram. Sem sagt, það er ekki nein till. frá n. um að breyta þessu, og ég fyrir mitt leyti legg til, að sú till., sem dregin var til baka hér við 2. umr., nái fram að ganga og að öðru leyti verði ekki gerðar breyt. á frv.