22.02.1966
Efri deild: 40. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2495 í B-deild Alþingistíðinda. (1767)

103. mál, sala eyðijarðarinnar Litla-Gerðis í Grýtubakkahreppi

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Eins og sjá má af nál. á þskj. 244, mælir landbn. einróma með því, að frv. þetta verði samþ. þess ber þó að geta, að nefndarfundur var ekki fullskipaður, en ég hef ástæðu til að ætla, að þeir nm., sem ekki mættu á þeim fundi, hafi ekkert við þetta frv. að athuga sérstaklega, enda er frv. ekki stórt í sniðum og verður aldrei talið með meiri háttar málum, sem koma fyrir Alþ., þar sem er sala á einni lítilli eyðijörð.

Sem sagt, landbn. mælir með, að frv. verði samþ. óbreytt.