25.04.1966
Efri deild: 71. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2513 í B-deild Alþingistíðinda. (1879)

155. mál, hreppamörk milli Hafnarhrepps og Nesjahrepps

Páll Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég þakka heilbr.- og félmn. fyrir afgreiðslu á þessu máli. Út af brtt., sem n. flytur, vil ég segja þetta: Við l. umr. þessa máls í þessari hv. d. tók ég fram, að ákvæði 2. gr. frv. væru sniðin eftir hliðstæðum l., sem gilda um aðra staði, og ætlazt væri til þess af hálfu þm. Austf., en þeir standa allir að flutningi þessa frv., að um mat á bótum til Nesjahrepps samkv. 2. gr. gildi í framkvæmd almennar, venjulegar reglur, sem farið hefur verið eftir, þegar svipað hefur staðið á annars staðar á landinu. Ég lít svo á, að í brtt. n. felist raunverulega ekki efnisbreyting á frv.