23.04.1966
Efri deild: 69. fundur, 86. löggjafarþing.
Sjá dálk 2519 í B-deild Alþingistíðinda. (1922)

196. mál, aðstoð við vangefið fólk

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Í sambandi við framkomu þessa máls tel ég rétt að upplýsa, að ríkisstj. hefur ákveðið að lála fara fram allsherjar endurskoðun á gildandi lagaákvæðum um gjaldheimtu til hinna ýmsu líknarfélaga. Áætlað er, að endurskoðun þessi miðist við að færa gjaldheimtu þessa til aukins samræmis og meiri heildarstjórnar með þarfir hinna þýðingarmiklu og nauðsynlegu líknarsamtaka í huga, sem þegar hafa lagt fram ómetanlegt starf fyrir sjúka og hrjáða hér á landi.