21.03.1967
Efri deild: 56. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 1869 í B-deild Alþingistíðinda. (1669)

Þinghlé

Karl Kristjánsson:

Ég leyfði mér að kveðja mér hljóðs til þess að taka mér leyfi til þess fyrir hönd hv. þdm. að þakka hæstv. forseta af alúð fyrir hans hlýju óskir í okkar garð. Um leið vil ég líka taka undir óskir hans til starfsfólks þingsins. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans gleðilegra páska og segi svo: Njótum öll páskanna vel og hittumst hér heil að páskahléi loknu.

Ég bið ykkur, hv. þdm., að gera svo vel að taka undir orð mín með því að rísa úr sætum. — [Dm. risu úr sætum.]