12.04.1967
Sameinað þing: 34. fundur, 87. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í D-deild Alþingistíðinda. (2143)

67. mál, bætt aðbúð sjómanna

Frsm. (Sigurður Ingimundarson):

Herra forseti. Efni þessarar till., sem flutt er af 3 þm. Alþfl., er, að skipuð verði n. til þess að gera till. um bætta aðbúð síldarsjómanná á Austurlandshöfnum, m.a. með stofnsetningu og starfrækslu sjómannastofa, og um bætta læknisþjónustu við síldveiðisjómenn. Um þörfina á þessum ráðstöfunum þarf ekki að fjölyrða, enda munu menn á einu máli um nauðsyn þeirra. Stór og vaxandi síldveiðifloti hefur hin síðustu ár stundað síldveiðar fyrir Austurlandi, a.m.k. hálft árið. Mikill meiri hluti sjómannanna eru aðkomusjómenn fjarri heimilum sínum þennan langa úthaldstíma, og hinir litlu kaupstaðir á Austurlandi eru lítt við því búnir að veita þeim viðunandi aðbúnað. Þess má líka geta, að flotinn sækir mjög á fjarlæg mið við þessar veiðar, og er varla sæmandi annað en þessi stóri floti eigi kost á betri læknishjálp en nú er. En síðan till. þessi var lögð fram, hefur verið lagt fram og samþ. frv. um breytingu á læknaskipunarlögunum, sem heimilar þá læknishjálp, sem hér er um að ræða Till. er því orðin óþörf hvað þetta efni snertir, og gerir n. brtt. um, að þetta verði fellt burt úr ályktuninni. Annað efni till. er enn í sínu fulla gildi, en samkv. ábendingu Sjómannasambands Íslands þótti ekki rétt að binda ályktunina um þættan aðbúnað við Austurlandshafnir eingöngu, því að þessu mun vera ábótavant víðar og þörfin mikil og bráð.

N. leggur því til, að í stað nefndarskipunar verði ríkisstj. falið að vinna að lausn þessa máls í samráði við samtök sjómanna og útvegsmanna og þau sveitarfélög, sem hlut eiga að máli. Eru þessar breytingar gerðar í samráði við stjórn Sjómannasambands Íslands. N. er sammála um að leggja til, að till. verði samþykkt með þeim efnisbreytingum, sem ég hef nú gert grein fyrir og nánar koma fram í nál. á þskj. 311.