16.04.1968
Neðri deild: 98. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 1261 í B-deild Alþingistíðinda. (1144)

18. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Allshn. beggja deilda hafa haft samráð um þær umsóknir, sem bárust um ríkisborgararétt, og eins og málið var afgreitt frá Ed., leggur Ed. til, að 39 umsækjendur fái ríkisborgararétt. En eftir að frv. var afgreitt frá allshn. Ed., barst allshn. Nd. umsókn frá tveimur aðilum og enn fremur ein umsókn, sem allshn. Ed. hafði ekki tekið til greina, vegna þess að nokkur gögn vantaði með umsókninni, en þessi gögn höfðu borizt, þegar allshn. Nd. fór yfir umsóknirnar. Leggur n. því til, að sú umsókn verði tekin gild, sem hér er nr. 1 á þskj. 573, en n. tekur aftur till. sína nr. 2, því að þar er um barn að ræða, sem öðlast ríkisborgararétt við það, að móðirin fær ríkisborgararétt, en um það fjallar liður nr. 3. Samkv. þessu leggur allshn. til, að 41 umsækjandi öðlist ríkisborgararétt, og eru flestir umsækjenda Danir, 11 talsins, Færeyingar 7, Þjóðverjar 8, Bandaríkjamenn 4, Norðmenn 3, Austurríkismenn 3, Svíar 3, Finnar 3 og Júgóslavi 1.