12.02.1968
Neðri deild: 60. fundur, 88. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í C-deild Alþingistíðinda. (2168)

86. mál, hægri handar umferð

Pálmi Jónsson:

Herra forseti. Ég hef ekki getað viðurkennt sjónarmið þeirra manna, sem telja hægri umferð nauðsynlega hér á landi í náinni framtíð, og mundi greiða atkv. gegn því máli, ef það væri nú á frumstigi. Ég tel hins vegar, að undirbúningur hægri umferðar sé nú það langt á veg kominn, að ólíklegt sé, að frestun framkvæmda í því efni um eitt ár sé hagkvæm, og vafasamt, að héðan af sé frambærilegt að snúa við frá þessari ákvörðun, sem Alþ. tók um hægri umferð 1968.

Ég vil þó láta í ljós andúð mína á þessu máli með því að sitja hjá og greiði ekki atkv.