17.12.1968
Neðri deild: 31. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (101)

27. mál, eiturefni og hættuleg efni

Frsm. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er sent þessari hv. deild frá Ed. og fékk athugun þar í heilbr.- og félmn, sem fékk það til meðferðar. Nd. hefur einnig haft það til athugunar. Frv. er mjög sérfræðilegs efnis, og kynnti n. sér það eftir föngum og leggur til, að það verði samþ. óbreytt.