09.05.1969
Neðri deild: 91. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 1376 í B-deild Alþingistíðinda. (1487)

216. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1969

Frsm. meiri hl. (Guðlaugur Gíslason):

Herra forseti. Við 2. umr. þessa máls hér í þessari hv. d. óskaði 1. þm. Vestf., að ég sem frsm. fjhn. útvegaði ákveðnar upplýsingar í sambandi við málið, ef þær væru fáanlegar. Vár þetta varðandi framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins eða þann hluta þeirra, sem fram kemur í grg., 19.2 millj. vegna sveitarafvæðinga. Ég sneri mér til Raforkumálastofnunarinnar og óskaði þessara upplýsinga og lét hún mér í té eftirfarandi skrá yfir fyrirhugaðar rafveitulagnir í sveitum á árinu 1969. Þetta er í 18 liðum og hljóðar þannig:

1. Ýmsar aukningar á eldri sveitaveitum í rekstri.

2. Hraunsáslína, Hálsasveit, Borgarfirði.

3. Króklína, Hvítársíðuhreppi, Mýrasýslu.

4. Helgafellssveitarlína, Snæfellsnesi.

5. Hólslína í Bíldudal.

6. Þingeyrarhreppslína, Vestur-Ísafjarðarsýslu.

7. Arnardalslína, Skutulsfirði.

8. Prestsbakka- og Fjarðarhornslína, Strandasýslu.

9. Hurðarbakslína, Torfalækjarhreppi, Austur-Húnavatnssýslu.

10. Flatatungulína, Akrahreppi, Skagafirði.

11. Egilsárlína, Akrahreppi, Skagafirði.

12. Fnjóskadalslína, Suður-Þingeyjarsýslu.

13. Fosshólslína, Suður-Þingeyjarsýslu.

14. Kelduhverfislína (austurhluti, 2. áfangi) Norður-Þingeyjarsýslu.

15. Ástjarnarlína, Kelduneshreppi, Norður-Þingeyjarsýslu.

16. Vopnafjarðarlína, Hofsárdal, Norður-Múlasýslu.

17. Sólheimalína, Vallahreppi, Suður-Múlasýslu.

18. Síðulína, frá Kirkjubæjarklaustri.

Ég spurðist fyrir um hlutfallsskiptingu fjárins þar á milli, en fékk þau svör, að það væri ekki endanlega búið að ganga frá því og upplýsingar um það gætu þeir ekki látið mér í té eins og á stæði.

Ég vænti þess, að ég hafi að þessu leyti, svo langt sem þessi grg. nær, orðið við óskum hv. 1. þm. Vestf. um þær upplýsingar, sem hann óskaði eftir hér við 2. umr.