11.03.1969
Neðri deild: 64. fundur, 89. löggjafarþing.
Sjá dálk 821 í B-deild Alþingistíðinda. (839)

165. mál, ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenskrar krónu

Félmrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Frv. þetta um breyt. á l. um ráðstafanir í sjávarútvegi vegna breytingar gengis íslenzkrar krónu hefur verið afgr. frá hæstv. Ed., ágreiningslaust. Frv. þetta er mjög lítið að efni til. Um það eitt, að það hefur verið dregið í efa, að tveir kaflar af þremur í umræddum 1. hafi ákveðna gildistöku í umræddum l. Það fór hins vegar ekki á milli mála í öllum umr. um málið, að til þess var ætlazt, að sameiginlegur gildistími væri fyrir l. öll, og er hér um mistök að ræða af hendi þeirra, sem frv. sömdu. Það má segja, að mistökin hafi einnig átt sér stað hér á hv. Alþ. við síðustu umr. um málið, að það skyldi ekki upplýsast, að þetta ákvæði vantaði.

Ég tel óþarft, herra forseti, að útskýra þetta frv. öllu frekar. Ég legg til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.