07.04.1970
Neðri deild: 69. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 876 í B-deild Alþingistíðinda. (1011)

174. mál, lax- og silungsveiði

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Það var aðeins vegna ummæla síðasta ræðumanns, hv. frsm. n., en hann gat þess ekki, að ég var bundinn á öðrum fundi, þegar einmitt sendinefnd frá stangaveiðimönnum kom til n., og þar sem nál. er líka þannig úr garði gert hjá hæstv. frsm., að ekki er getið í því umsagna þeirra, sem sendu bréflegar umsagnir, eða þess, sem kom fram frá þessum sendinefndum, þá var mér alveg ókunnugt um þetta viðhorf þessarar sendinefndar stangaveiðimanna og gat því ekki hér rætt um það, sem ég hafði ekki hugmynd um. Þar sem þetta kom ekki fram hjá hv. ræðumanni, þá vil ég leiðrétta þetta.

Hins vegar var ósk landeigendanna ekki á þá leið, að þetta væri alveg óbreytt, heldur að maður Fiskifélagsins félli út og þeirra maður kæmi þar í þess stað. En við sýndum þeim fram á, að það væri óhugsandi, að við gætum lagt slíkt fram hér á hv. Alþ., og þess vegna mundum við fara þessa leið, sem þeir féllust á.