13.04.1970
Neðri deild: 71. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 461 í C-deild Alþingistíðinda. (2761)

210. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen) :

Herra forseti. Eins og fram kemur í grg. með því frv., sem hér er til umr., er það flutt af fjhn. þessarar hv. d. samkv. beiðni hæstv. fjmrh. Í upphafi grg. segir, að einstakir fjhnm. hafi óbundnar hendur um afstöðu til málsins, og þar sem n. hafi ekki fjallað um efni frv., þá sé gert ráð fyrir því, að málið gangi til n. með venjulegum hætti til athugunar, eftir að 1. umr. er lokið.

Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa þessi orð mín fleiri, en hæstv. fjmrh. mun gera hv. þd. grein fyrir efni frv.