25.04.1970
Neðri deild: 83. fundur, 90. löggjafarþing.
Sjá dálk 689 í B-deild Alþingistíðinda. (788)

196. mál, lán vegna framkvæmdaáætlunar 1970

Frsm. minni hl. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Út af þeim ummælum hv. frsm. meiri hl., að minni hl. hefði ekki gert ráð fyrir því, hvernig afla ætti þeirra 15 millj., sem hann leggur til að hækka liðinn til rafmagnsveitna í sveitum, þá vil ég aðeins benda á, að það er í frv., eins og það liggur fyrir, mismunur á fyrirhuguðum lántökum og áætluðum framkvæmdakostnaði, eins og kemur fram í niðurlagi athugasemda við frv. Það er mismunur fyrir í frv. Um þann mismun segir svo í niðurlagi athugasemdanna: „Ríkisstj. mun beita sér fyrir nauðsynlegri viðbótarfjáröflun, ef á þarf að halda.“ Það er með þennan mismun og þetta fyrirheit í huga, sem tillagan er fram borin.