01.03.1971
Neðri deild: 54. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1734 í B-deild Alþingistíðinda. (1828)

174. mál, sala Neðri-Brekku í Saurbæjarhreppi

Frsm. (Bjartmar Guðmundsson):

Herra forseti. Landbn. d. hefur athugað þetta frv. og skoðað fskj. Það var lagt fram í Ed. og sent til umsagnar á venjulegan hátt jarðeignadeildinni og Landnámi ríkisins. Jarðeignadeildin mælti eindregið með því, að frv. yrði samþ. Landnámið hafði ekki neitt við það að athuga, að það væri samþ., þó að það mælti hins vegar ekki alveg eins sterkt með samþ. frv. Þess skal getið, að það hafði mistekizt að boða einn hv. nm. á fund, þar sem frv. var afgr., hv. 5. þm. Vesturl., og hef ég kynnt mér það, að hann er einnig meðmæltur því, að frv. verði samþ., svo og aðrir þeir nm., sem á fundi voru. Legg ég því til, að þetta frv. nái afgreiðslu á þinginu.