18.12.1970
Sameinað þing: 20. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 2160 í B-deild Alþingistíðinda. (2343)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Ólafur Jóhannesson:

Herra forseti. Ég vil í nafni okkar þm. þakka hæstv. forseta fyrir hlý orð og árnaðaróskir í okkar garð. Ég vil um leið þakka honum fyrir góða samvinnu við okkur alþm. og fyrir réttláta og sanngjarna fundarstjórn. Ég vil svo leyfa mér að óska honum og hans fjölskyldu gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýs árs og alls góðs nú og síðar. Og ég vil biðja hv. alþm. að taka undir þessi orð mín með því að rísa úr sætum. –[Þingmenn risu úr sætum.]