02.04.1971
Sameinað þing: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 56 í D-deild Alþingistíðinda. (3458)

45. mál, skelfisk- og rækjuveiðar á Breiðafirði

Friðjón Þórðarson:

Herra forseti. Ég fagna því, að mál þetta skuli nú vera tekið til endanlegrar afgreiðslu, en það er búið að prýða dagskrár nokkuð lengi. Ég þakka meðnm. mínum í n. fyrir góða samvinnu í þessu efni og öðrum þeim, sem hafa sent um þetta vinsamlegar umsagnir, þ. á m. Útvegsmannafélagi Snæfellsness, sem sendi umsögn í bréfi, dags. 29. okt. 1970. Ég held, að nm. hafi allir, eins og frsm. raunar tók fram, verið sammála um þetta mál. En um brtt. hv. l. þm. Vestf. vildu menn hafa óbundnar hendur. Þó að ég skilji vel þá hugsun, sem í henni felst, og viðurkenni, að rök liggja henni til grundvallar, þá held ég, að betra sé að ná þeim markmiðum, sem þar eru sett fram, eftir öðrum leiðum og það megi takast, einkum ef haft er í huga, að nú eru að finnast góð hörpudiskamið á fleiri svæðum umhverfis landið.