02.04.1971
Sameinað þing: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (3565)

190. mál, aðstaða æskufólks til framhaldsnáms

Frsm. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þessi till. til þál. á þskj. 313, sem flutt er af Sigurvin Einarssyni og Einari Ágústssyni, hljóðar þannig:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að hlutast til um, að stjórnir sveitarfélaga í landinu rannsaki hver í sínu umdæmi, hvort og þá hversu margir unglingar, sem luku skyldunámi vorið 1970, eru án skólanáms á yfirstandandi skólaári, og af hvaða ástæðum það er. Skýrsla um niðurstöður þessarar rannsóknar skal lögð fyrir næsta reglulegt Alþingi.“

Allshn. tók þessa till. til athugunar og afgreiðslu, og eru sex nm. allshn. sammála um að mæla með, að þessi athugun fari fram og till. verði samþ. Einn nm. var andvígur samþykkt tillögunnar.