26.01.1971
Sameinað þing: 22. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í D-deild Alþingistíðinda. (4384)

157. mál, gengistöp hjá Fiskveiðasjóði

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég vil nú ekki þreyta þingheim með því að endurlesa það, sem ég las hér áðan, en uppistaðan í því svari — það er rétt — er komin frá stjórn Fiskveiðasjóðs. Til þess að hafa sama hátt á og ég hafði á s. l. þingi, þegar skýrsla þáv. forstjóra Fiskveiðasjóðs var lögð hér fram ljósprentuð, þá skal ég leggja fram ljósritaða þessa skýrslu mína, sem er uppistaðan í þessu svari, eða skýrslu Fiskveiðasjóðs og svör við þeim fsp., sem hv. þm. bar fram, þannig að þm. geti borið það saman í staðinn fyrir orðaskak af þessu tilefni, sem ég tel engum til góðs. Ég skal hafa sama hátt á þessu nú.