23.02.1971
Sameinað þing: 27. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 735 í D-deild Alþingistíðinda. (4520)

204. mál, Sementsverksmiðja ríkisins

Fyrirspyrjandi (Jónas Árnason):

Herra forseti. Ég hef leyft mér hér á þskj. 347 að beina til hæstv. iðnrh. svo hljóðandi fsp.:

„Hve lengi á að ríkja það bráðabirgðaástand um stjórn Sementsverksmiðju ríkisins, sem nú hefur þjakað rekstur hennar á þriðja ár og skapað óánægju og óvissu hjá starfsliði hennar?

Hvað líður störfum nefndar þeirrar, sem skipuð var til þess að endurskoða lögin um Sementsverksmiðjuna? Hefur nefndin haft samráð við starfslið verksmiðjunnar við þessa endurskoðun?“