17.03.1971
Efri deild: 66. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 926 í B-deild Alþingistíðinda. (982)

249. mál, aukatekjur ríkissjóðs

Frsm. (Ólafur Björnsson):

Herra forseti. Frv. þetta má í rauninni skoða sem fylgifisk frv. þess, sem ég mælti fyrir áðan, og get ég því vísað til framsögu minnar um það. En auðsætt er, að það sama hlýtur að eiga við um þinglýsingargjöld eins og stimpilgjöld, að sömu nauðsyn ber til að breyta ákvæðum um þau, þannig að hið nýja fasteignamat leiði ekki til stórhækkunar á þessum gjöldum. En meginsjónarmiðið hefur verið það í sambandi við þessi frv. bæði, að þessi gjöld héldust nokkurn veginn óbreytt, þrátt fyrir hækkunina á fasteignamatinu. Eins og nál. á þskj. 532 ber með sér, þá leggur fjhn. til, að þetta frv. verði samþ., en með sams konar fyrirvara einstakra nm. eins og var um hitt frv.