19.10.1971
Neðri deild: 3. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 74 í B-deild Alþingistíðinda. (128)

2. mál, ríkisútgáfa námsbóka

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Það er aðeins örstutt fsp. til hæstv. menntmrh. Í framsöguræðu sinni ræddi hann um lækkun nefskatta. Mig langar til þess að spyrja hann, hvort ríkisstj. hafi í sínum fórum vitneskju um það, hversu mikil eða há sú upphæð er, sú lækkun nefskatta, sem þessi gjöf ríkisstj. til þjóðarinnar nemur. (Gripið fram í.)

Herra forseti. Það er sjálfsagt að endurtaka fsp. mína til hæstv. ráðh. Hún er á þá leið, hvort í fórum ríkisstj. sé vitneskja um það, hversu há sú upphæð sé, t.d. á vísitölufjölskylduna hér á Íslandi á ári, sem þessi gjöf ríkisstj. til þjóðarinnar nemi.

Ég vænti þess, að hæstv. menntmrh. hafi tekið á móti þessari fsp. og skilji, hvað ég er að fara með þessari spurningu.