11.10.1971
Sameinað þing: 0. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 8 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Þingsetning

Aldursforseti (Hannibal Valdimarsson):

Alþingi hafa borizt eftirfarandi bréf:

„Reykjavík, 13. ágúst 1971.

Þar sem ég mun verða erlendis frá þingbyrjun til 6. des., leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Alþfl. í Reykjavík, Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþ. í fjarveru minni.

Gylfi Þ. Gíslason,

7. þm. Reykv.

Til forseta Alþingis.“

„Reykjavík, 15. sept. 1971. Þar sem ég verð erlendis í þingbyrjun í opinberum erindum og verð fjarverandi nokkrar vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. 1. um kosningar til Alþ. að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Vesturlandskjördæmi, Skúli Alexandersson framkvæmdastjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jónas Árnason,

5. þm. Vesturl.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

„Reykjavík, 15. sept. 1971.

Þar sem ég verð erlendis í þingbyrjun í opinberum erindum og verð fjarverandi nokkrar vikur, leyfi ég mér að biðja um fjarvistarleyfi og með skírskotun til 138. gr. l. um kosningar til Alþingis að óska þess, að l. varamaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi, Björn Sveinbjörnsson hæstaréttarlögmaður, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Jón Skaftason,

2. þm. Reykn.

Til forseta sameinaðs Alþingis.“

„Reykjavík, í 1. okt. 1971.

Þar sem séra Gunnar Gíslason, 2. þm. Norðurl.-v., getur ekki tekið þátt í þingstörfum í upphafi þings, hefur hann óskað þess, að 1. varamaður Sjálfstfl. í kjördæminu, Eyjólfur Konráð Jónsson, taki sæti í hans stað á Alþingi, er það kemur saman til fundar þann 11. okt.

Jóhann Hafstein,

formaður Sjálfstfl.

Til forseta Alþingis.“

Fundi frestað.

Þriðjudaginn 12. okt. var fundinum fram haldið.

Nú voru til þings komnir BGuðbj, BP, IG, KP, LárJ.

Aldursforseti kvaddi sér til aðstoðar sem fundarskrifara þá Pál Þorsteinsson, 3. þm. Austf., og Friðjón Þórðarson, 4. þm. Vesturl.

Þessu næst skiptust þingmenn í kjördeildir, og urðu í

1. kjördeild:

ÁÞ, BGuðbj, BJ, EggÞ, EystJ, GeirG, GíslG, GTh, GÞG, HFS, JóhH, JSk,LárJ, MK, MÁM, 61J, PS, StefG, SvJ, ÞK.

2. kjördeild:

AuA, BGr, BFB, EðS, EBS, GS, GilsG, GunnG, HV, IG, JÁH, KP, MJ, MB, ÓE, PJ, PP, RH, SteinG, VH.

3. kjördeild:

ÁB, BGuðn, BP, EÁ, FÞ, GH, GuðlG, HES, IngJ, JónÁ, JónasÁ, LJós, MÓ, OS, PÞ, RA, SV, StH, SvH, ÞÞ.

Fyrir lá að rannsaka kjörbréf allra alþingismanna. Skiptu kjördeildir með sér kjörbréfum svo sem lög mæla fyrir, þannig að l. kjördeild hlaut til rannsóknar kjörbréf þeirra þm., sem voru í 3. kjördeild, 2. kjördeild kjörbréf þm. í l. deild og 3. kjördeild kjörbréf þm. í 2. deild.