21.12.1971
Neðri deild: 34. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 2527 í B-deild Alþingistíðinda. (2808)

Þingfrestun og setning þings að nýju

Gylfi Þ. Gíslason:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar þdm. leyfi ég mér að þakka hæstv. forseta góðar óskir í okkar garð. Jafnframt færi ég honum sérstakar þakkir fyrir góða samvinnu við okkur þdm. það, sem af er þessu þingi, og fyrir sérstaklega röggsamlega og réttláta fundarstjórn. Ég leyfi mér að færa hæstv. forseta og fjölskyldu hans hugheilar jóla- og nýársóskir okkar þdm. og ég tek undir þá ósk hans, að við megum öll hittast hér heil til starfa að loknu jólaleyfi. Og ég veit, að ég mæli það fyrir hönd allra þdm., er ég óska Íslendingum öllum gleði á þeim jólum, sem eru í nánd, og farsældar á því ári, sem er að koma.