08.02.1972
Sameinað þing: 35. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í D-deild Alþingistíðinda. (3338)

24. mál, ráðstafanir til að auðvelda umferð fatlaðra

Oddur Ólafsson:

Herra forseti. Mig langar aðeins til þess að þakka hv. allshn. fyrir afgreiðslu á þessu máli. Mér þykir vænt um, að þeir hafa sent þetta mál réttum aðilum til umsagnar og að þaðan skuli hafa komið jákvæðar umsagnir. Ég hef þá skoðun, að þetta geti orðið að nokkru gagni fyrir fatlað fólk í landinu með tímanum, geri mér hins vegar ljóst, að slíkt tekur tíma og kostar fjármagn.

Ég kom aðeins hingað upp í pontuna til þess að láta í ljós þakklæti mitt fyrir afgreiðslu þessarar till.