02.11.1971
Sameinað þing: 9. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í D-deild Alþingistíðinda. (3470)

12. mál, samgöngumál Vestmannaeyinga

Ágúst Þorvaldsson:

Herra forseti . Það eru nú þegar orðnar all nokkrar umr. um þessi þáltill., og tveir fyrri flm. hennar hafa nú mælt fyrir henni sköruleg hér. Ég þarf þess vegna litlu við það að bæta, sem þeir haf sagt, en ég vil leggja áherzlu á það að frá mínu sjónarmiði er fyrsti hluti till. eingöngu um bráðabirgðalausn að þessu samgöngumáli Vestmanneyja. Og mér þykir vænt um að heyra það, að hæstv. ráðh. er tilbúinn, einsog mér skildist á ræðu hans áðan, að leysa það mál nú þegar með því að leggja fyrir Skipaútgerð ríksins að halda uppi þessum ferðum, eins og hér er gert ráð fyrir. En ég álít, að samgöngumál Vestmannaeyinga séu engan veginn leyst með því, þó að þetta yrði gert nú til að byrja með heldur verði að finna einhverja varnalega laust, sem fólkið á þessum stað getur sætt sig við og er samboðið þessu fólki og þessu byggðalagi. Og ég álít , að þar komi fyrst og fremst tvennt til greina í sambandi við samgöngur á sjó. Það er í fyrsta lagi, að ævinlega sé fyrir hendi farkostur, sem sé fær um það að flytja bifreiðar milli lands og Eyja, þannig umbúnar í skipinu, að þær verði ekki fyrir skemmdum. Ég veit það, að sjólag á þessari leið er oft mjö0g erfitt. Ég hef sjálfur verið með í því, fyrir mörgum herrans árum að vísu, að vera á ferð með strandferðaskipi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkum, —það var seint í maí —þegar allt, sem á dekkinu var, fór útbyrðis og skipið varð fyrir áföllum. Það eru ein 30 ár síðan. Sjólag á þessari leið er þannig og allra veðra von oftog tíðum, að það verður að vera um að ræða vandaðan farkost, að mínu viti, til bifreiðaflutninganna.

Annar liðurinn í þessari þáltill. er um að athuga möguleika á kaupum á svifskipi til farþega— og bifreiðaflutninga á þessari leið milli Vestmannaeyja og menginlands, og 1. flm. er þegar búinn að lýsa því nákvæmlega, hvað sé að gerast á því sviði í byggingu slíkra skipa, og hann hefur fengið í hendur upplýsingar, sem ég hef séð og eru mjög athyglisverðar, um nýjungar á þessu sviði. Ég hygg , að það sé ómaksins vert fyrir okkur Íslendinga að vera vel að verði og kynna okkur vel það,sem gerist í þessum efnum. Þess vegna þótti mér vænt um að heyra það, að hæstv. samgrh. tók því mjög vel, að þetta atriði yrði rækilega kannað. Það getur vel farið svo, að tæknin komi okkur hér til hjálpar á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum og leysi þetta flutningamál á milli Vestmannaeyja og meginlandsins fljótlega með slíkum farkostum, eins og hv. 1. flm. ræddi hér mjög mikið um. Vestur í Kanada er, eins og hann sagði, verið að byggja skip, sem mér sýnist, að sé mjög líklegt til þess, a.m.k. um símartímann, að geta leyst þetta flutningaspursmál, einnig með bifreiðarnar, og það er mjög mikið atriði, því að Vestmanneyingar eru nú komnir upp á það að eiga bifreiðar og ferðast á þeim um landið sér til ánægjum og gagns, eins og við vitum, og þeir þurfa aðgeta átt þess kost.

Ég verð að segja það , að þó að hér hafi verið talað nokkuð mikið um kostnaðinn í sambandi við þessar samgöngur á milli lands og Eyja, þá hef ég alltaf litið á t.d. kostnaðinn við strandferðirnar hér á landi svipuðum augum og ég lít á kostnaðinn við að halda uppi vegakerfinu í landinu. Við verðum að hafa samgöngur fyrir þjóðina , og hvort sem þær samgöngur eru á sjó eða landi, þá verður þjófélagið allt að koma þar til sögu og styðja örar og góðar og greiðar samgöngur, hvort sem þær eru á sjó eða landi, eins og ég sagði. Þess vegna sýnist mér, að það, hvernig þetta eða hitt kunni að bera sig í þessu efni, eigi ekki að vera fyrst og fremst það, sem við erum að ræða um , heldur hitt, að við getum haft náið samband allra byggðarlaga landsins, þegar fært er um sjóinn eða landið.

Eins og ég sagði áðan, þá er það um þriðja liðinn að segja, að ef það sýnir sig, að þessi möguleiki með svifskipið dugi ekki og Herjólfur getur ekki sinnt þessu verkefni eins og hann hefur þó verið að gera, þá verði byggt skip, sem sé fært um það að flytja bifreiðar, án þess að þær liggi undir skemmdum, milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar.

Ég ætla nú ekki að tefja þessar umr. öllu lengur. Um fjórða liðinn er það að segja, að vitanlega ber að halda áfram að keppa að því að koma flugvellinum í Vestmannaeyjum í það horf, að hann sé ævinlega fær og öruggur, eftir því sem orðið getur. Þegar verið er að tala um malbikun og þann efnisskort, sem er í Vestmannaeyjum á ofaníburði, þá dettur mér í hug þetta um olíumölina, sem nú er komin til sögu og við höfum orðið nokkra reynslu af þó að sú reynsla sé ekki löng. Hana má flytja með skipum hingað og þangað tilbúna, og mér skilst, að Austfirðingar séu nú þegar búnir að ráðast í það að kaupa olíumöl hér fyrir sunnan og ætli að flytja hana á skipi austur. Mér þætti ekki ólíklegt, að það mætti flytja á sama hátt olíumöl til Vestmannaeyja bæði á vegi þar og jafnvel á flugvöllinn, ef það þætti hentara og væri eins öruggt og malbik. Ég er nú aðeins að benda á þetta. Þetta er ekki nein till. frá mér, að olíumöl sé þar hentari, heldur vil ég aðeins benda á, að sá möguleiki sé athugaður, ef hann gæti flýtt fyrir að gera flugvöllinn –öruggari og þá jafnvel kannske framkvæmdina ódýrari.

Skal ég svo ekki haf fleiri orð um þetta.