03.02.1972
Sameinað þing: 33. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 200 í D-deild Alþingistíðinda. (3585)

115. mál, byggingarsamþykktir fyrir sveitir og þorp

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Ég vil ekki yfirgefa þetta ágæta mál þannig, að misskilningur ríki á milli flm. og okkar, sem aths. höfum gert.

Það er alveg rétt hjá flm., að vitanlega hafa arkitektar og verkfræðingar visst eftirlit með því, sem þeir teikna, þannig að það sé framkvæmt í samræmi við það, sem þeir hafa lagt til. En ég tel mig þekkja vel til í byggingarframkvæmdum, og ég man ekki eftir neinu tilfelli, þar sem slíkir menn hafi tekið út byggingar gagnvart t.d. verksamningi eða lánastofnunum, og það er fyrst og fremst það, sem ég átti við. Til slíks er ávallt fundinn óháður aðili, sem getur metið verkið hlutlaust. Það er þetta atriði, sem ég vildi leggja áherzlu á.