14.02.1973
Neðri deild: 52. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1956 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

159. mál, kaupgreiðsluvísitala

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. út af fsp. hv. 11. landsk, þm. vil ég segja það, að það er ekki gert ráð fyrir því að fara að greiða aftur í tímann vegna þeirra ákvæða, sem í þessu frv. eru. Ég hygg mig muna það rétt, að reglugerðin um framkvæmd á lögum um kostnað við skóla hafi verið gefin út af fyrrv. menntmrh. og einnig hafi framkvæmdin verið ákvörðuð af honum á sínum tíma. Mér er ekki kunnugt um, a.m.k. hef ég ekki haft afskipti af því, að úr þessu hafi verið dregið á einn eða annan hátt, svo að það hámark, sem hv. þm. talaði um, mun vera tengt þeirri reglugerð, og það er það, sem kæmi til athugunar, ef þetta frv. nær fram að ganga að þessu leyti. Ef það nær ekki fram að ganga, hef ég ekki hugsað mér, að á árinu 1973 yrði gerð breyting í sambandi við tannlækningagreiðslur. Ég hef talið, að það væri tengsl á milli þessa tvenns. Ef frv. nær ekki fram að ganga, hef ég ekki hugsað mér, að neinar breytingar yrðu á þessu, Það yrði þá að bíða seinni tíma.