01.03.1973
Sameinað þing: 52. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2217 í B-deild Alþingistíðinda. (1743)

Umræður utan dagskrár

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson):

Herra forseti. Ég skal ekki fara að þreyta kappræður við hv. 1. þm. Sunnl., þó að ástæða væri til þess. En það er ekki beint afleiðing verðhækkunar, að bændur fá nú eins og aðrar stéttir í landinn hækkun á grunnlaunum. Þeir fá nú hækkun jafnhliða öðrum stéttum í landinu, en ekki þremur mánuðum seinna, eins og hv. þm, talaði um, að ríkti, meðan hann réði ríkjum. Vona ég, að hv. þm. átti sig á þessu. — Um spádóma hans fram í tímann skal ég ekki ræða. Ég furða mig ekkert á, þó að hann hafi verið viðkvæmur núna, því að mér varð það á um daginn í útvarpinu að segja í sambandi við fsp., sem ég fékk á beinu línunni, að ég teldi, að þessi hv. þm. hefði viljað vel í landbúnaðarmálum, og hann er búinn að gera margar aths. við þessi ummæli mín, svo að von er á aths. við annað sem sagt er.