27.03.1973
Sameinað þing: 62. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2800 í B-deild Alþingistíðinda. (2170)

203. mál, framlagning gagna við Alþjóðadómstóllinn

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Svar við fsp. hv. 5. þm. Reykn. er svo hljóðandi: Í utanrrn. hafa eftirfarandi gögn verið tekin saman og send Alþjóðadómstólnum vegna málarekstrar Bretlands : 1) Skeyti 15. maí 1972, þar sem m. a. er vikið að væntanlegri sendingu bréfs í framhaldi af tilkynningu dómstólsins um málshöfðun Bretlands. 2) Bréf 29. maí 1972, þar sem sjónarmið Íslands voru rakin, og fylgdu því 5 fskj. — Þau voru orðsendingar til ríkisstj. Bretlands frá 31. ágúst 1971 og 24. febr. 1972, lög um vísindalega verndun Fiskimiða landgrunnsins frá 5. apríl 1948 og ályktanir Alþingis frá 5. maí 1959 og 15. febr. 1972. 3) Skeyti 28. júlí 1972 í framhaldi af beiðni Bretlands um bráðabirgðaráðstafanir í verndarskyni. 4) Bréf sama dag til staðfestingar skeytinu. 5) Skeyti 31. júlí 1972, þar sem tekið er fram, að Ísland sé enn sem fyrr reiðubúið til að halda áfram samningaviðræðum við Bretland um bráðabirgðalausn. 6) Skeyti 11. ágúst 1972, þar sem kynnt er efni orðsendingar til Bretlands um nýtt samningstilboð. 7) Bréf sama dag til staðfestingar skeytinu. 8) Skeyti 4. des. 1972, þar sem ítrekuð er afstaða Íslands með tilliti til spurningarinnar um lögsögu dómstólsins.

Mjög svo sambærileg gögn varðandi málarekstur Sambandslýðveldisins Þýzkalands eru bréf 27. júní 1972, skeyti 28. júlí 1972, bréf sama dag og skeyti 4. des. 1972. Auk þess sendi utanrrn. skeyti 18. ágúst 1972 og bréf því til staðfestingar sama dag í nafni forsrh. fyrir hönd ríkisstj., þar sem mótmælt var uppkveðnum úrskurði um bráðabirgðaráðstafanir. Þá hafa verið send nokkur skeyti um aukaatriði vegna málarekstrar ríkjanna tveggja, þ. e. um sendingu gagna frá dómstólum Íslands og annarra ríkja, m. ö. o. skeyti 3. ágúst 1972, 30. sept. 1972, 17. okt. 1972, 3. jan. 1973, 2. febr. 1973 og 16. febr. 1973. Áður en til málshöfðunar kom voru dómstólnum sendar orðsendingar til Bretlands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands frá 24. febr. 1972. Þá hefur dómstóllinn aðgang að íslenzkum bæklingum um landhelgismálið t. d. Fisheries jurisdiction in Ieeland.

Svar við öðrum lið: Eins og áður greinir, eru gögn þessi tekin saman í utanrrn. Aðalveg og vanda af því starfi hefur Hans G. Andersen sendiherra og þjóðréttarfræðingur haft. Þessi gögn eru opinber skjöl, og hefur verið skýrt frá efni flestra þeirra a. m. k. í fjölmiðlum, jafnóðum og þau hafa verið send. Þau standa hv. fyrirspyrjanda og öðrum hv. alþm. opin til yfirlestrar og athugunar í utanrrn. Einnig get ég, ef óskað er, gert ráðstafanir til að afhenda hv. fyrirspyrjanda svo og öðrum afrit af þeim við síðari hentugleika.

Ég vona, að þetta svar nægi hv. fyrirspyrjanda.