27.03.1973
Sameinað þing: 62. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2802 í B-deild Alþingistíðinda. (2172)

203. mál, framlagning gagna við Alþjóðadómstóllinn

Jónas Árnason:

Herra forseti. Ég vona, að það verði ekki talið brot á þingsköpum, þó að ég víki hér aðeins að öðru máli, enda er það mál náskylt því, sem hér er til umr. Það var útbýtt hér á fundinum í dag þáltill. um birtingu skjala varðandi gerð landhelgissamninganna við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Nú er nokkuð liðið á þingið og afgreiðsla mála tekur oftast töluverðan tíma. Ég vil, um leið og ég fagna þessari þáltill., leyfa mér að beina því til hæstv. utanrrh., hvort endilega þurfi þáltill. til, hvort ekki sé hægt að birta þessi skjöl núna fljótlega og án þess að beðið sé eftir því, að þáltill. verði samþ.