14.04.1973
Sameinað þing: 72. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3522 í B-deild Alþingistíðinda. (3054)

61. mál, verðaukaskattur af lóðum

Frsm. (Bjarni Guðnason):

Herra forseti. Hv. allshn. hefur kannað þetta mál og leggur til, að þáltill. verði samþ. með nokkurri orðalagsbreytingu. Ég leyfi mér, með leyfi herra forseta að lesa upp þessa þáltill. eins og hún kemur frá hv. nefnd:

Alþ. ályktar að skora á ríkisstj. að láta undirbúa löggjöf um verðaukaskatt, sem lagður skal á sölu fasteigna, annarra en íbúðarhúsnæðis, atvinnurekstrarhúsnæði og ábýlisjarða. Skal markmið löggjafarinnar vera að skattleggja sölu lóða og lendna, sem hækkað hafa í verði án tilverknaðar eigenda umfram almennar verðhækkanir. Skattur þessi renni til sveitarfélaga“.

Í þessu felast 3 breytingar. Bætt er við, að ábýlisjarðir skuli vera undanþegnar þessum ákvæðum. Enn fremur er tekið fram, að skattleggja beri verðhækkanir, sem hafa orðið umfram almennar verðhækkanir, og skattur þessi renni til sveitarfélaga. Ég skal ekki hafa mörg orð um þetta, af því að ég veit, að hér liggja mörg mál fyrir. N. leggur eindregið til, að till. verði samþ. Rétt er þó að geta þess, að einn hv. nm., Lárus Jónsson, skrifar undir með fyrirvara.