14.04.1973
Neðri deild: 89. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3560 í B-deild Alþingistíðinda. (3147)

94. mál, orkulög

Frsm. (Eðvarð Sigurðsson):

Herra forseti. Frv. þetta gerir ráð fyrir verulegri hækkun lána úr orkusjóði til bænda, sem búa utan þess svæðis, sem samveitur ná til, þegar lokið er þeirri rafvæðingu sveitanna, sem 3 ára áætlunin gerir ráð fyrir. Hér mun vera um 150 býli að ræða. Iðnn. hefur athugað frv. og mælir með samþykkt þess óbreytts, eins og það er á þskj. 486.