21.11.1972
Sameinað þing: 18. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 802 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

276. mál, samningur Íslands við Efnahagsbandalagið

Utanrrh. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Það svar, sem ég flyt hér, er svo hljóðandi: Svo sem kunnugt er, áskildi Efnahagsbandal. sér rétt til að láta ákvæði bókunnar við samninginn varðandi toll á sjávarafurðum ekki koma til framkvæmda, ef ekki næðist viðunandi lausn fyrir aðildarríki Efnahagsbandalagsins og Íslands á efnahagserfiðleikum, sem leiðir af ráðstöfunum Íslands varðandi fiskveiðiréttindi. Af Íslands hálfu var hins vegar áskilinn réttur til þess að taka ákvörðun um afhendingu fullgildingarskjala sinna með hliðsjón af beitingu fyrirvara Efnahagsbandalagsins, enda hefur ríkisstj. ekki viljað fallast á að tengja saman viðskiptasamkomulag og útfærslu landhelginnar. Viðræður við Breta um landhelgismálið munu fara fram í næstu viku, og ríkisstj. hefur ekki að svo stöddu afgreitt það mál. sem spurt er um. — Fleira hef ég ekki um fsp. að segja.