29.11.1972
Efri deild: 18. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 940 í B-deild Alþingistíðinda. (637)

16. mál, Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins

Magnús Jónsson:

Herra forseti. Ég skal ekki misnota tíma minn hér. Mér fannst hins vegar, þegar ég hlustaði á hæstv. forsrh., útskýra ræðu þá, sem hann flutti í Nd., að það minnti mig á ræður, sem hann flutti hér í hv. Ed., fyrst mjög góða ræðu og síðan mjög slæma ræðu, þegar hann dró í land með það, sem hann var búinn að segja í fyrri ræðunni, því að í þessu efni dró hann mjög í land og fór að lesa hér upp atriði, sem ekki kom í rauninni því við, sem ég var að tala um. Og mig langar svo aðeins að lokum til að halda áfram að lesa úr ræðu hans, þar sem hann endaði.

„Ég skal ekki vera að lengja þessar umr. að öðru leyti“, sagði hæstv. forsrh., „en vona, að ég hafi svarað hv. þm., að svo miklu leyti, sem ég get svarað, og vil endurtaka það, að ég tel, að ríkisstj. muni ekki beita sér fyrir því, að vandamál sjávarútvegsins verði leyst með þeim hætti til frambúðar, sem hér hefur verið gert til bráðabirgða.“

Á þessu lauk ráðh. máli sínu, og ég vona, að þetta sé bæði persónuleg og raunveruleg skoðun hans.