05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1020 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

282. mál, endurskoðun ljósmæðralaga

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Í febrúarmánuði árið 1971 var, að því er ég bezt veit, skipuð n. til þess að endurskoða ljósmæðralög. Það hefur verið hljótt um störf þessarar n. og nokkur tími umliðinn, hátt í tvö ár. Ég hef þess vegna leyft mér að bera fram á þskj. 99 svo hljóðandi fsp. til hæstv. heilbr: og trmrh.:

„Hvað líður störfum n., sem skipuð var í febr. 1971 til þess að endurskoða ljósmæðralög?“