29.10.1973
Efri deild: 5. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 203 í B-deild Alþingistíðinda. (126)

40. mál, gjaldaviðauki

Fjmrh. (Halldór E. Sigurðsson) :

Herra forseti. Frv. á þskj. 141 er gamall kunningi hér á hv. Alþ., en það er um heimild til þess að innheimta á árinu 1974 með viðauka eftirtalin gjöld til ríkissjóðs. Það er um að ræða stimpilgjöld af öðru en afsölum fyrir fasteignum og skipum og leigusamningum um jarðir og lóðir og af kaupmálum með 140% álagi. Sama er að segja um viðauka á leyfisbréfagjöld og önnur hliðstæð, eins og verið hefur. Hér er farið fram á að endurnýja sömu álög í löggjöf og verið hefur, og verður svo að vera, þar til verður búið að skipa tekjuöflunarmálum ríkissjóðs á annan veg en enn er orðið.

Ég legg til, herra forseti, að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.