15.12.1973
Efri deild: 39. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1480 í B-deild Alþingistíðinda. (1328)

153. mál, launaskattur

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég vil fagna því, sem hæstv. ráðh. hefur sagt. Þó að ég telji, að 25% álagið, sem ekki varðar þetta höfuðmál, sem við höfum rætt um, sé nokkurt atriði, þá tel ég, eins og ég tók raunar fram, að um það hafi engu verið lofað af hálfu ráðh. að breyta í því efni. Ég tek því tilboði hans, að við sameinumst um að gera þá breytingu, sem um hefur verið talað. Ég mundi þá draga þessa till. til baka. Ég hef ekkert á móti því, að málið verði afgr. nú frá d., af því að það þarf að fara til einnar umr. í Nd. Ég þykist viss um, að þetta hindri ekki framgang málsins á þessu þingi. Ég fagna þessu og mun draga þessa einu till. til baka.