30.10.1973
Sameinað þing: 9. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 230 í B-deild Alþingistíðinda. (175)

20. mál, framhaldsnám hjúkrunarkvenna

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég tek undir það sem hv. síðasti ræðumaður sagði, að það muni ekki skorta stuðning til þess á Alþingi að veita hjúkrunarkonum allan þann rétt, sem unnt er, einnig við Háskóla Íslands, og veit, að undir það munu allir taka. En mig langar til að spyrja hæstv, menntmrh., hvað hafi verið gert til þess að koma á fót hjúkrunarmenntun á Akureyri, hvort það mál hafi komið til umr. og hvað hafi gerst í því máli? Nú vita allir hv. þm., að það er orðið meira en brýn þörf á því, að eitthvað verði gert í byggingarmálum spítalans á Akureyri, þó að núv. ríkisstj. hafi fram að þessu setið á öllum till. varðandi þann spítala enn þá. Mér skilst að skeyti frá ríkisstj. um , að byrja megi sé væntanlegt til Aureyrar frá degi til dags, en það er eins og með orkumálin, það má ekkert gera á Norðurlandi að viti í þessu máli. Mig langar til að spyrja hæstv. menntmrh., hvort einhver hreyfing sé á því að efna til hjúkrunarmenntunar á Akureyri.