30.10.1973
Sameinað þing: 9. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 236 í B-deild Alþingistíðinda. (184)

29. mál, móttökuskilyrði sjónvarpssendinga á fiskimiðunum

Menntmrh. (Magnús T. Ólafsson) :

Herra forseti. Eins og hv. fyrirspyrjandi, 7. landsk. þm., tók fram, hljóðar þál., sem er tilefnið til fsp. hans, á þessa leið:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að láta kanna ítarlega skilyrði til móttöku sjónvarpssendinga á fiskimiðum umhverfis Ísland. Jafnframt verði gerð kostnaðaráætlun um úrbætur í þessum efnum, ef þeirra reynist þörf. Umræddri könnun og kostnaðaráætlun skal lokið fyrir næsta reglulegt Alþ.“

Þál., sem gerð var á Alþ. 14. apríl 1973, barst rn. með bréfi Alþ., dags. 27. apríl s. l., og hinn 4. maí var Ríkisútvarpinu falið að láta umrædda könnun fara fram og senda rn. niðurstöðuna innan framangreinds tíma. Ríkisútvarpið hefur skýrt rn. frá því, að athugun þessari sé ekki lokið, en Landssími Íslands hafi hana með höndum í samstarfi við fleiri aðila. Athugunin mun verða gerð m. a. í samvinnu við nokkra aðila, sem leitað hefur verið til í því skyni að aflá vitneskju um, hversu langt frá landi á hverjum stað fiskimiðin eru, þ. e. a. s. hvar dregin skuli lína, sem liggi þannig, að skilyrði um sjónvarp á íslensku fiskimiðunum teljist uppfyllt, ef þau séu fyrir hendi innan hennar. Mun rn. gefa Alþ. skýrslu um málið, strax og því hefur borist vitneskja um niðurstöður athugunarinnar.