04.04.1974
Neðri deild: 100. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3503 í B-deild Alþingistíðinda. (3118)

9. mál, grunnskóli

Svava Jakobsdóttir:

Herra forseti. Ég hef í umr. um þetta mál lýst þeirri sannfæringu minni, að þau merku nýmæli, sem felast í brtt. menntmn. við 43. og 45. gr., séu allt að því óframkvæmanleg, ef árlegur starfstími skóla fer niður í 71/2 mánuð fyrir efstu bekkina. Af þeirri ástæðu greiddi ég atkv. með 42. gr. frv., en nú hefur brtt. menntmn. hins vegar verið samþ., þar sem heimild er gefin til að stytta skólaárið allt niður í 71/2 mánuð fyrir elstu nemendurna. Ég lít þó svo á, að ákvæði um atvinnuþátttöku nemenda, sú sem felst í 43. gr., og ákvæði um vikulegan starfstíma, sem 45. gr. fjallar um, séu svo mikilvæg, að ég hlýt að fylgja því. Í trausti þess, að heimild til svo skamms skólatíma sem 71/2 mánaðar fyrir elstu nemendur grunnskóla verði yfirleitt ekki notuð, segi ég já.