23.04.1974
Sameinað þing: 76. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3860 í B-deild Alþingistíðinda. (3394)

426. mál, kaup Seðlabankans á rekstrarvíxlum iðnaðarins

Sjútvrh. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Samkv. upplýsingum frá Seðlabankanum skiptast þau lán, sem hér er um spurt, á milli ríkisfyrirtækja, samvinnufélaga og einkafyrirtækja á þennan veg:

Í árslok 1971 námu lánin til ríkisfyrirtækja 15.1 millj., til samvinnufélaga 1.7 millj. og til einkafyrirtækja 130.1 millj., eða samanlagt í árslok 1971 166.9 millj., í árslok 1972 til ríkisfyrirtækja 55.8 millj., til samvinnufélaga 56.7 millj. og til einkafyrirtækja 137.4 millj., eða samtals 249.9 millj. Í lok 1973 var skiptingin þannig, að til ríkisfyrirtækja voru 92.4 millj., til samvinnufélaga 105.7 millj. og til einkafyrirtækja 243 millj., eða samtals 441.1 millj. Og nú í marslok á þessu ári var skiptingin þannig: Til ríkisfyrirtækja 158.4 millj., til samvinnufélaga 193.8 og til einkafyrirtækja 309.6, eða samtals 661.8 millj.

Til viðbótar við þessi lán, sem hér hefur verið greint frá, voru svo endurkeypt rekstrarlán vegna niðursuðu og niðurlagningar sjávarafurða samtals í árslok 1971 20 millj., þar af til ríkisfyrirtækja 3.5 og til einkafyrirtækja 16.5, ekkert til samvinnufélaga, í árslok 1972 2.4 millj. til ríkisfyrirtækja og til einkafyrirtækja 15 millj., samtals 17.4, og í árslok 1973 1.6 millj. til ríkisfyrirtækja og 54.2 millj. til einkafyrirtækja, eða samtals 55.8 millj. Og í lok marsmánaðar á þessu ári námu þessi lán vegna niðursuðu og niðurlagningar sjávarafurða til ríkisfyrirtækja 1.6 millj. og til einkafyrirtækja 47.9 millj.

Samtals hafa því þessi endurkaupalán til iðnaðarins verið í árslok 1971 186.9 millj. kr., í árslok 1972 267.3 millj. kr., í árslok 1973 496.9 millj. kr. og í lok marsmánaðar á þessu ári 711.3 millj. kr. Þetta eru þær upplýsingar, sem borist hafa og eru bein svör við því, sem um var spurt.

Ég vil aðeins bæta því við, að taka verður að sjálfsögðu með það í þennan reikning, að hér er um tiltölulega nýjar lánveitingar að ræða, sem menn verða að byggja upp, sem eru að verða til, en höfðu ekki verið það áður á sama veg og var til sjávarútvegs og landb5naðar. Lánveitingar til iðnaðarrekstrarins hafa verið allajafna áður með öðrum hætti, en þetta er þegar komið af þessu nýja formi.