24.04.1974
Neðri deild: 111. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3907 í B-deild Alþingistíðinda. (3448)

292. mál, áhrif olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða

Frsm. (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Fjh: og viðskn. þessarar hv. d. hefur, eins og fram kemur í nál., rætt þetta mál á nokkrum fundum og hefur fengið á fundi til sín ráðuneytisstjóra í viðskrn. og forstjóra Olíufélagsins h/f, og gáfu þeir nm. þær upplýsingar, sem um var beðið.

Eins og fram kemur í nál., eru nm, í fjh.- og viðskn. sammála um, að þetta mál nái fram að ganga. Þó gera tveir nm., þeir Matthías Á. Mathiesen og Ásberg Sigurðsson, grein fyrir því sjónarmiði sínu, að þeir telja, að fremur hefði borið að greiða niður olíu til upphitunar íbúðarhúsnæðis, miðað við það olíuverð, sem var í október s.l., og eins og fram kemur, þá áskilja þeir sér því rétt til þess að flytja eða fylgja brtt. þar um.

Ég held, að ekki sé ástæða til þess að fara öllu fleiri orðum um þetta. Við 1. umr. málsins hér í d. urðu talsverðar umr., og að vísu komu fram mismunandi sjónarmið. Ég gat þess í þeim umr., að þrátt fyrir það að ég væri í meginatriðum Fylgjandi frv., eins og það var lagt fram, teldi ég ástæðu til að gera þar á breyt. um það að huga frekar að því fólki, sem eingöngu hefur lífeyri samkv. almannatryggingalögum sér til framfæris. Nm. í fjh: og viðskn. hafa fallist á þetta sjónarmið, og eins og fram kemur í nál., mun fjh: og viðskn. við 3. umr. þessa máls hér í d. bera fram brtt. um þetta. En sem sagt fjh. og viðskn. er fylgjandi því og mælir með því, að mál þetta nái fram að ganga.