03.05.1974
Sameinað þing: 83. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4116 í B-deild Alþingistíðinda. (3718)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur haft til meðferðar kjörbréf frú Hildar Einarsdóttur, Bolungarvík, sem er 2. varaþingmaður Sjálfstfl. í Vestf., en eins og fram hefur komið, hefur hv. 5. þm. Vestf., Þorv. Garðar Kristjánsson, beðið um fjarvistarleyfi. Leggur n. til, að kosningin verði metin gild og kjörbréfið verði samþykkt.