07.05.1974
Efri deild: 123. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4280 í B-deild Alþingistíðinda. (3890)

9. mál, grunnskóli

Forseti (Ásgeir Bjarnason):

Það hefur verið rætt um, eins og hv. þm. er kunnugt, að þetta mál þurfi að afgreiða nú. Er fyrirhugað að ljúka 2. umr. í nótt, en fresta atkvgr. til kl. 10 í fyrramálið, en þá fer 3. umr. fram milli kl. 10 og 12. Vilji þm. verða við því, sé ég ekki annan möguleika en að umr. haldi áfram í nótt. (AuA: Það er nú þegar komið fram á nótt.) Já, rétt er það, en við höfum ekki haft mikið af næturfundum að seg,ja í þessari hv. d., hvorki á þessum vetri né að undanförnu, þannig að það er ekki ástæða til að kvarta undan því, að málefnin séu keyrð hart í gegnum þd. hér. Það hefur ekki verið þannig. Ég vil minna á, að þetta mál, sem hér er til umr. nú, er í þriðja skipti, sem það er lagt fyrir hv. Alþ., svo að það er ekki þm. ókunnugt og því ekki hægt að segja, að ekki hafi unnist tími til að athuga málið.