09.05.1974
Neðri deild: 129. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4442 í B-deild Alþingistíðinda. (4007)

Starfslok neðri deildar

Eysteinn Jónsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. forseta og hv. 7, þm. Reykv. fyrir þau hlýju orð, sem þeir mæltu í minn garð, og þær kveðjur, sem þeir fluttu mér, sem raunar gera mig feiminn og orðlausan. Það er kannske líka ágætt, að þetta endi þannig, ég sé hvort tveggja. Ég vil aðeins segja það, að ég þakka þeim kærlega, og svo þetta: Hér hefur oft verið hart líf, en aldrei leiðinlegt. Ég á ekkert nema góðar minningar frá veru minni hér á Alþ. Hér hefur verið spennandi, hér hefur verið skemmtilegt, og væri ég ungur, vildi ég byrja á ný.