14.11.1973
Efri deild: 20. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 626 í B-deild Alþingistíðinda. (504)

66. mál, Norðurlandasamningur um skrifstofur Ráðherranefndar og skrifstofu Norðurlandaráðs

Frsm. (Björn Fr. Björnsson) :

Herra forseti Frv. það, sem hér er til afgreiðslu, felur í sér heimild fyrir ríkisstj. til að fullgilda fyrir Íslands hönd samning, sem allar Norðurlandaþjóðirnar hafa gert með sér. Efni þessa samnings varðar skrifstofur svokallaðrar Ráðherranefndar Norðurlanda og réttarstöðu þeirra. Skal komið á fót skrifstofu fyrir norræn samstarfsmál með aðsetri í Osló, en áður hefur verið stofnuð og starfrækt skrifstofa fyrir norrænt menningarmálasamstarf. Sú skrifstofa er í Kaupmannahöfn. Allshn. hefur íhugað þetta frv. og mælir með samþykkt þess óbreytts.