26.11.1973
Efri deild: 26. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 873 í B-deild Alþingistíðinda. (747)

38. mál, Verslunarbanki Íslands

Frsm. (Bjarni Guðbjörnsson):

Herra forseti. Frv. það, sem hér liggur fyrir, er flutt að beiðni bankaráðs Verslunarbanka Íslands. Það var lagt fram í Nd. og hefur farið í gegnum þá deild með samhljóða atkvæðum. Fjh.- og viðskn. þessarar deildar tók málið fyrir á fundi sínum og samþykkti samhljóða að mæla með því.

Þær breyt., sem frv. gerir ráð fyrir, eru, að fjölgað verði í bankaráði Verslunarbankans um tvo aðalmenn og tvo varamenn, og jafnframt er heimilt að hreyta kosningu bankaráðsmanna á aðalfundi, þannig að það verði alltaf kosnir tveir aðalmenn og jafnmargir til vara á hverjum aðalfundi ráðsins. Jafnframt er heimilt að kjósa formann bankaráðs sérstaklega til eins árs eða fleiri ára, ef svo vill verkast.

Ástæðan til þess, að frv. þetta ber svo brátt að hér, er sú, að aðalfundur Verslunarbankana hefur þegar verið auglýstur fyrir löngu nú í lok þessarar viku, og þótti því þurfa að hraða þessu máli í gegnum deildina, og þar sem enginn ágreiningur hefur verið um það í þinginu, þótti sjálfsagt að verða við þeim óskum. Fjh.- og viðskn. deildarinnar leggur einróma til, að frv. verði samþykkt óbreytt.