28.11.1973
Neðri deild: 30. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 935 í B-deild Alþingistíðinda. (830)

107. mál, lántökuheimild vegna framkvæmda- og fjáröflunaráætlunar 1973

Forseti (Gils Guðmundsson):

Í tilefni af orðum hv. 3. þm. Sunnl. um meðferð á þessu máli eða því, hvernig forseti hyggist haga afgreiðslu þess, vil ég láta þess getið, að ég tel algerlega eðlilegt, að d. taki sér nauðsynlegan tíma til að kanna þetta mál. Það er nýkomið hingað í þeirri mynd, sem það kynni að fá að samþykktri þeirri brtt., sem hér liggur fyrir. En ég vil beina því til hv. þm., hvort ekki væri hægt að fallast á, að 2. umr. um málið héldi áfram og henni yrði hugsanlega lokið í dag, en 3. umr. færi þá ekki fram fyrr en á mánudag. Það eru tilmæli mín, að málsmeðferð yrði á þessa leið og brtt. gæti þá að sjálfsögðu komið fram við 3. umr.