21.12.1974
Sameinað þing: 30. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 1355 í B-deild Alþingistíðinda. (1154)

1. mál, fjárlög 1975

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Það er lífsreynsla út af fyrir sig að þurfa að gera grein fyrir því, hvers vegna ég segi já við eigin till. En að því er nú komið. Þessi litla till. er samin í samráði við hv. formann fjvn., sem hefur sagt nei. Hún er ekki um auknar fjárveitingar, heldur tilfærslu á framkvæmd við einn og sama skóla. Það er ekki um aukna fjárveitingu að tefla, og í þessu sambandi lýsti hæstv. fjmrh. yfir að þessi fjárveiting til undirbúnings byggingar væri ekki skuldbindandi um framkvæmd.